21 Apríl 2015 10:18

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöld afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur. Annar þeirra, sem handtekinn var í gærkvöld, viðurkenndi neyslu fíkniefna sem sýnatökur síðan staðfestu. Hinn var ekki í öryggisbelti þegar hann var stöðvaður. Grunur vaknaði um að hann æki undir áhrifum fíkniefna þegar lögreglumenn ræddu við hann. Sá grunur reyndist á rökum reistur, því hann viðurkenndi neyslu. Jafnframt viðurkenndi hann að á heimili sínu væru fíkniefni og þar fundust slík efni á sófaborði og einnig í ísskáp.

Áður hafði lögregla handtekið ökumann sem var áberandi ölvaður undir stýri og ekki með bílbelti spent.