18 Maí 2015 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo karlmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að þeir höfðu framvísað vegabréfum, öðru í eigu annars einstaklings en hinu fölsuðu. Annar þeirra, sem handtekinn var í gær, kvaðst hafa keypt vegabréfið, sem var grískt, fyrir 850 evrur. Hinn framvísaði vegabréfi annars manns, eins og áður sagði.

Í síðustu viku hafði þriðji einstaklingurinn verið handtekinn þegar hann framvísaði vegabréfi sem tilkynnt hafði verið um stuld á. Við nánari skoðun  kom í ljós að búið var að breytifalsa það.

Ofangreind þrjú mál eru öll komin í hefðbundinn farveg.