8 Febrúar 2011 12:00

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur upplýst innbrot í Gullbúðina við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags 2010. Brotin var rúða í versluninni og skartgripum og úrum sem voru í glugganum stolið. Verðmæti  þýfisins skipti hundruðum þúsundum króna. Aðili sem handtekinn var við rannsókn málsins  og  grunaður var um verknaðinn er talinn eiga hluta að máli. Þýfið úr innbrotinu er að mestu endurheimt.