28 Júlí 2004 12:00

Tilkynning frá Lögreglunni í Reykjavík,

vegna verslunarmannahelgarinnar.

Um leið og Lögreglan í Reykjavík óskar þeim sem hyggja á ferðalög um verslunarmannahelgina, góðrar ferðar og góðrar heimkomu, vill hún minna fólk á að ganga vel frá eigum sínum.  Hægt er að sækja upplýsingar um innbrotavarnir á vefsíðu embættisins, www.lr.is   Lögreglan í Reykjavík mun halda úti auknu eftirliti í íbúðahverfum nú um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár.  Eftir sem áður eykst hættan á innbrotum þegar mörg hús og margar íbúðir eru yfirgefnar í einu.  Því er rétt fyrir fólk að hafa það í huga þegar það yfirgefur sín hýbýli að það gæti fengið einhvern óvelkominn í heimsókn.