23 Apríl 2020 15:47

Af átta smituðum á Austurlandi er einn enn í einangrun. Sex eru í sóttkví.

Þá eru níu einstaklingar í svokallaðri sóttkví B. Þar er um einstaklinga að ræða sem komið hafa erlendis frá til starfa hér á landi og sinna sínum störfum á tilteknum afmörkuðum stöðum eða svæðum án beinna samskipta við aðra.