21 Mars 2005 12:00

Björgunarmiðstöðin í Skógahlíð var virkjuð kl. 10.20 með starfsmönnum FML og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu

Tilkynning barst um tvo Hilux Toyata jeppa sem fóru frá Dalvík kl. 14.00 í gær og ætluðu suður Kjöl og Kaldadal.  Eru þrjú ungmenni í bílunum og eru þau frá Keflavík og ætluð þau þangað.  Lögreglan á Akureyri, Blönduós, Borgarnesi og Árnessýlsu fóru strax að kanna málið.  Björgunarsveitir frá fjórum svæðum fóru til leitar ásamt þyrlu Landhelgisgælsunnar.Kl. 13.06 var staðfest að sést hefur til bílana sem saknað er við Dúfnanesfell um kl. 17.00 í gær. Þá var ætlunin að halda niður á Hveravelli. Öll áhersla er nú að kanna þetta svæði til hlýtar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið til leitar kl. 12.33. Björgunarsveitir stefna einnig inn á svæðið, en aðstæður eru erfiðar.