29 Júlí 2020 09:31
Aðgerðarstjórn almannavarna á Austurlandi vill af gefnu tilefni hvetja fólk til að gæta að sóttvörnum en nokkur aukning hefur orðið fjölgun smita á landinu undanfarið eins fram hefur komið í fjölmiðlum.
Það er mikilvægt hvert okkar sýni ábyrgð sem aldrei fyrr, að við höldum í þær persónulegu sóttvarnir sem enn eru við lýði, svo sem tveggja metra regluna, handþvott og spritt. Við viljum biðja fólk að vera vakandi fyrir einkennum smita og fara í skimun ef svo svo ber undir.
Framundan er verslunarmannahelgi og má búast við nokkur hópur fólks komi saman víða og jafnvel áfengi haft um hönd. Við þessar aðstæður getur smithætta orðið meiri og því nauðsynlegt að við gætum að okkur.