12 Ágúst 2020 08:32

Smitum á Austurlandi hefur ekki fjölgað, þau eru tvö. Gleðjumst saman yfir því en slökum hvergi á einstaklingsbundnum sóttvörnum og  aðgerðarstjórn vill brýna fyrir öllum á Austurlandi að vera vakandi yfir þeim sóttvörnum sem eru í gildi.

Veðurspáin á Austurlandi fyrir næstu daga er mjög góð og þá er hætt við að fólk safnist meira saman svo sem á tjaldsvæðum, í sundlaugum, við veitingastaði og öðrum svæðum. Við hvetjum alla að virða tveggja metra regluna og vera vakandi yfir eigin smitvörnum.

 

Eins og áður hefur komið fram eru einstaklingar er finna fyrir einkennum hvattir til að halda sig heima og hafa samband við heilsugæslu til að fá frekari leiðbeiningar.