14 Ágúst 2020 14:09

Engin ný smit hafa komið upp á austurlandi undanfarna daga því eru enn 2 aðilar í einangrun. Í sóttkví eru 10 einstaklingar sem eru með lögheimili á Austurlandi og af þeim eru 8 í sóttkví á Austurlandi, 2 þeirra klára sóttkví í dag og fleiri á næstu dögum.

 

Lögreglan hefur farið í eftirlit með smitvörnum á samkomustöðum, verslunum og veitingastöðum í umdæminu undanfarna daga. Eftirlitið hefur farið fram víðsvegar um umdæmið allt frá Vopnafirði til Djúpavogs.

Heimsóttir hafa verið 34 staðir. Smávægilegar ábendingar voru gerðar á nokkrum stöðum er snéru að merkingum. 3 stöðum var bent á að bæta úr aðgengi vegna sameiginlegra áhalda s.s. vatns- og kaffikönnum og hnífapörum. Á 2 stöðum vantaði upp á smitvarnir og merkingar sem voru gerðar athugasemdir við og viðkomandi rekstaraðila gert að lagfæra. Þessum athugasemdum verður fylgt eftir með annarri heimsókn til að athuga hvort bætt hafi verið úr.

Almennt hafa smitvarnir verið til fyrirmyndar og rekstraraðilar staðið sig vel og því ber að hrósa.

 

Framundan er helgin, veðurspáin góð og fjöldi gesta um allt austurland. Það er von Aðgerðastjórnar að íbúar og gestir Austurlands fari varlega um helgina og gæti að persónulegum sóttvörnum. Njótið góða veðursins og helgarinnar.