9 Febrúar 2021 17:09

Ekkert virkt COVID smit er á Austurlandi.

Öskudagurinn 17. febrúar nálgast og eðlilega eru miklar væntingar barna honum tengdar. Sóttvarnayfirvöld eru meðvituð og hvetja til þess sem þau kalla Öðruvísi öskudag og má lesa um á Covid.is á hlekknum; https://assets-global.website-files.com/5e6391ca58df44e9d6709b1e/60226e3f7c643bfe92382b44_odruvisi-oskudagur.pdf

Aðgerðastjórn hvetur foreldra og aðra til að kynna sér leiðbeiningarnar og beinir því til fyrirtækja sem hyggjast gegn söng gefa börnum góðgæti að gæta sérlega að sóttvörnum. Auk hefðbundinna leiðbeininga um sóttvarnir skal bent á eftirfarandi; að tiltekinn starfsmaður annist samskiptin við börnin fyrir fyrirtækið, að börnin syngi utandyra, að einungis sérinnpakkað sælgæti sé boðið og það sé afhent hverju barni í stað þess að öll börn fari með hönd ofan í sama ílátið.

Öskudagurinn að þessu sinni er verðugt samstarfsverkefni fullorðinna og barna þar sem hinir fyrrnefndu taka á sig ábyrgðina og börnin sjá um skemmtunina. Hvorir tveggja fá þá nokkuð fyrir snúð sinn. Þennan öskudagsdáindisstíg dönsum við auðveldlega gegnum og gerum það saman.