9 Nóvember 2020 14:51

Enginn er lengur með virkt smit á Austurlandi.

Einn einstaklingur er nú smitaður um borð í Norrænu sem kemur til Seyðisfjarðar í fyrramálið. Smitið var greint við brottför í Hirtshals í Danmörku. Sá hefur verið í einangrun um borð og ekki talið að aðrir séu útsettir fyrir smiti. Ráðstafanir varðandi skimun og eftirlit um borð í Norrænu við komu hennar í fyrramálið verður því með sambærilegum hætti og áður við tilvik sem þetta. Allir farþegar eru skimaður við komu og fara í fimm til sex daga sóttkví fram að næstu skimun. Sá smitaði fer samkvæmt verklagi í endurtekna og útvíkkaða sýnatöku til að greina hvort um virkt eða gamalt smit er að ræða. Sé um nýtt og virkt smit að ræða heldur hann áfram í einangrun og nýtur þá reglulegs eftirlis heilbrigðisstarfsmanna á meðan veikindi vara.

Áfram er ástandið gott á Austurlandi og með samstilltu átaki gerum við okkar til að svo megi verða áfram.