11 Nóvember 2020 16:39

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn vekur athygli á að enn eru smit að koma upp á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Full ástæða er því til að halda uppi vörnum sem fyrr af fyllstu einurð, gæta að tveggja metra reglu og grímunotkun, muna handþvott og sprittnotkun.

Gætum hvert að öðru og öslum þetta saman.