29 Nóvember 2020 16:51

Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn hvetur íbúa til dáða sem fyrr, til að ríghalda í þá góðu stöðu sem er og hefur verið í fjórðungnum og gefa hvergi eftir í sóttvörnum okkar. Í því felst að halda tveggja metra fjarlægð, nota grímu þar sem það er áskilið, muna handþvott og sprittnotkun.

Höldum einbeitingu, styðjum og hvetjum hvert annað til dáða og gerum þetta saman.