12 Janúar 2021 18:44

Fjórir eru sem fyrr með virkt COVID smit á Austurlandi. Um landamærasmit er að ræða í öllum tilvikum.

Aðgerðastjórn brýnir íbúa sem fyrr til að gæta fyllstu varkárni og fylgja persónubundnum sóttvörnum. Smit í fjórðungnum sýna enda ljóslega að ótímabært er með öllu að slaka á vörnum.

Nýjar sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra taka gildi á miðnætti. Stjórnarráðið | COVID-19: Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13. janúar (stjornarradid.is)

Gætum að okkur sjálfum en hugum einnig hvert að öðru og leiðbeinum. Þannig komumst við saman í gegnum þetta.