13 Janúar 2021 17:08

Nú eru fimm einstaklingar með virkt COVID-19 smit á Austurlandi, í öllum tilvikum svokallað landamærasmit.

Aðgerðastjórn hvetur til áframhaldandi árvekni og minnir á grímunotkun, 2 metrana góðu, handþvott og sprittnotkun. Ennfremur að forðast margmenni, óþörf ferðalög út fyrir Austurland og að virða í hvívetna gildandi fjöldatakmörk. Síðast en ekki síst minnir aðgerðastjórn á mikilvægi þess að fara alls ekki í vinnu, skóla, verslanir eða á annan hátt á meðal fólks ef maður hefur einkenni. Í þeim aðstæðum skal halda sig heima og hafa strax samband við síma 1700 eða heilsugæsluna.

Bólusetning, þó í litlum mæli sé, er hafin og er merki þess að brátt styttist í Covid-vegferðinni, þó enn sé langt eftir. Höldum okkar takti með það að markmiði að komast öll saman og heil heilsu á leiðarenda.