15 Janúar 2021 20:09

Fimm eru enn með greind COVID smit á Austurlandi.

Athygli íbúa er vakin á rýmkuðum sóttvarnaraðgerðum er lúta meðal annars að skíðaiðkun. Leiðbeiningar til íbúa fyrir skíðasvæði á Austurlandi eru komnar á heimasíður sveitarfélaganna tveggja, Fjarðabyggðar og Múlaþings. Skíðafólk sérstaklega er hvatt til að kynna sér þær og fylgja í hvívetna. Með því gerum við okkar til að koma í veg fyrir að mögulegt smit berist á milli og þarf ekki að tíunda. Þannig munum við og smátt og smátt sjá meira til sólar í öllu okkar daglega amstri ekki síður en í íþróttaiðkun og tómstundastarfi.

Höldum veginn glaðbeitt og einbeitt í því að gera vel og komumst þannig saman gegnum þennan vandræðaskafl sem enn er fyrir framan okkur en fer minnkandi. Þetta getum við í sameiningu.