19 Janúar 2021 19:28

Fimm eru enn með virk COVID smit á Austurlandi, allt landamærasmit. Öll eru þau í einangrun en við ágæta heilsu. Vonir standa til að einhver þeirra verði útskrifuð fljótlega.

Bólusetning hófst að nýju í dag og lýkur í næstu viku. Rétt um fjögur hundruð íbúar Austurlands verða þá bólusettir fyrir veirunni af um tíu þúsund. Enn er því nokkuð í land. Við erum þó lögð af stað öruggum skrefum og mikilvægt að gleðjast yfir því þar sem bólusettir hafa verið okkar viðkvæmustu íbúar og hluti framlínufólks. Næstu skref tökum við svo af sama öryggi, æðruleysi og festu og við höfum gert hingað til. Þannig komumst við í gegnum þetta saman. (Fréttin uppfærð. 20.01.21.)