21 Janúar 2021 20:29

Þrír þeirra fimm sem voru í einangrun vegna COVID smits á Austurlandi eru nú útskrifaðir. Gert er ráð fyrir að hinir tveir útskrifist einhvern næstu daga.

Við virðumst því vera að komast yfir þennan smáskafl sem myndaðist fyrir rétt um hálfum mánuði síðan í kjölfar smits á landamærum. Miklu hefur ráðið að leiðbeiningum um hegðun í einangrun hefur verið fylgt í hvívetna. Þannig böslum við þetta enda saman hér eftir sem hingað til og tryggjum eftir bestu getu að enginn hrasi á leiðinni.