22 Janúar 2021 16:23

Enginn er lengur í einangrun vegna smits á Austurlandi.

Rétt um fjögur hundruð íbúar fjórðungsins munu hafa fengið bólusetningu í næstu viku. Von er á því að smátt og smátt bætist svo við þann fjölda. Í því ljósi þykir aðgerðastjórn rétt að vekja athygli á mikilvægi þess að bólusettir breyti í engu hegðun hvað smitvarnir varðar. Bólusettir geta áfram snert smitmengaðan hlut eins og kaffikönnu, bensíndælu, afgreiðsluborð o.fl og borið þaðan smit á höndum sér í ekki bólusettan maka, vin, vinnufélaga o.s.frv. Við getum því öll áfram borið með okkur smit, bólusett sem óbólusett, og þurfum því að gæta að okkur með nákvæmlega sama hætti og áður.

Höfum þetta í huga, höldum okkar ágæta striki og njótum þess að vera til.