12 Apríl 2020 16:19

Engin ný smit komu upp síðasta sólarhring á Austurlandi. Átta hafa greinst smitaðir. Þremur hafði batnað í gær og hafa tveir nú bæst við. Þrír eru því í einangrun í fjórðungnum af átta smituðum en fimm batnað.

Einn losnaði úr sóttkví undanfarinn sólarhring og annar bættist við. Tuttugu og þrír eru því í sóttkví líkt og í gær