29 Janúar 2021 17:11

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.

Miðað við smitstöðu erlendis erum við hér á landi nú í góðri stöðu. Henni höldum við með því að gæta ítrustu varfærni sem fyrr. Þannig munum við auk þess komast nokkuð áleiðis í átt að enn meira frjálsræði í leik og starfi, íþróttaiðkun hvers konar þar á meðal. Kynnum okkur leiðbeinandi reglur er um slíka þjálfun gilda en fylgjum umfram allt reglunum góðu um fjarlægðarmörk og grímunotkun sem og leiðbeiningum um handþvott og sprittnotkun.

Gætum að okkur og njótum á sama tíma þess góða árangurs sem náðst hefur.