16 Febrúar 2021 16:39

Ekkert virkt COVID smit er á Austurlandi.

Samfara góðu ástandi í smitmálum undanfarið er eðlilegt að vænta tilslakana. Það er a.m.k. tvennt sem verður til þess að þær gerast hægar en við kannski vildum. Annars vegar sú reynsla af fyrri tilslökunum að smit og hópsmit áttu sér stað í kjölfar þeirra. Hinsvegar að enn er ekki til staðar næg þekking um það hvort og í hve miklum mæli bólusetning gegn Covid-19 kemur í veg fyrir að fólk beri með sér smit. Þetta síðastnefnda tefur m.a. hraðari tilslakanir á hjúkrunarheimilum.

Þetta er allt á réttri leið og ekki síst af því að við höfum sameinast um að fara að leiðbeiningum. Gerum það áfram og komum öll klakklaust í mark.