25 Febrúar 2021 17:49

Engin virk COVID smit eru í fjórðungnum.

Fyrir tveimur dögum tóku gildi vissar tilslakanir samkvæmt nýrri reglugerð; https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg.%20Takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20samkomutakm%c3%b6rkunum%2024.%20feb.pdf

Fyrri reynsla sýnir að lítið þarf til að smit og hópsmit verði til og veiran dansi aftur villtan dans. Þess vegna og að gefnu tilefni þessa dagana, ítrekar aðgerðastjórn að við öll, einstaklingar og hvers kyns fyrirtæki, rekstrar- og þjónustuaðilar, þurfum að virða gildandi sóttvarnareglur enda eru í gildi skýrar reglur þó þær séu rýmri en áður.

Gleðjumst yfir þeim góða árangri sem við höfum náð í sameiningu, sem liðsheild. Verum áfram samhent lið og róum eftir gildandi reglum alla leið í land.