2 Mars 2021 16:34

Engin virk smit eru á Austurlandi.

Aðgerðastjórn minnti á það í pistli fyrir margt löngu þegar ástandið var dökkt í COVID málum að við mættum aldrei tapa gleðinni. Það gekk eftir og áfram þrömmuðum við glaðbeitt og einbeitt í átt að betri tíð.

Árangur hefur náðst síðan þá og undanhald strangra sóttvarnareglna virðist hafið. Þá er að sama skapi mikilvægt að við töpum okkur ekki í gleðinni. Að við gætum að okkur niður brekkuna ekki síður en upp.  Að við höldum sóttvarnareglur sem fyrr, gleðjumst yfir rýmkuðum reglum en tryggjum með öllum ráðum að lokaspretturinni verði ekki of hraður.

Gerum það og við munum eiga farsæla og örugga leið saman í mark.