27 Apríl 2021 19:48

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi.

Bólusetning í fjórðungnum gengur vel. Gert er ráð fyrir að við lok næstu viku hafi náðst að bólusetja fólk fætt 1961 og eldra. Innan tveggja vikna verði svo allir með undirliggjandi sjúkdóma bólusettir að minnsta kosti einu sinni. Hafi fólk spurningar varðandi stöðu sína í bólusetningum þá er hægt að fara inn á spjall á heilsuvera.is  Hugsanlegar aðrar spurningar varðandi bólusetningar má senda á sottvarnir@hsa.is

Norræna kom í morgun með 98 farþegar. Allir fóru í sýnatöku utan þrjú börn undir bólusetningaaldri. Þrjátíu og einn fóru í sóttvarnarhús á Hallormsstað. Niðurstöðu sýnatöku er að vænta í kvöld eða í fyrramálið.

Aðgerðastjórn vekur athygli á að góð staða nú er ekki trygging fyrir því að sú verði áfram raunin. Blikur eru víða á lofti, bæði innan lands og utan. Við þurfum því að gæta að okkur sem fyrr. Gott er þá að hafa orð skáldsins í huga sem áréttaði mikilvægi þess að vera á verði aftan og framan og allt um kring, þó af öðru tilefni væri.

Með hækkandi sól ættum við að endingu að komast á beinu brautina en munum að enn er spölur eftir. Um samstarfsverkefni er að ræða og með því að gæta að eigin hag hugum við að öðrum. Gerum þetta saman.