27 Júlí 2021 15:47

Eins og öllum er kunnugt þá er mikill vöxtur í fjölda kórónuveirusmita og þau eru á víð og dreif um landið. Hátt hlutfall greinist utan sóttkvíar og því viðbúið að aukning verði á smitum næstu daga.

Aðgerðastjórn vill minna fólk á að sinna persónubundnum sóttvörnum, það er eitt okkar öflugasta tól í baráttunni við þessa veiru. Þá mælist aðgerðarstjórn til að starfsfólk og viðskiptavinir í verslunum og á veitingastöðum noti grímur og virði fjarlægðarmörk.

Aðgerðastjórn brýnir fyrir fólki að bóka tíma í sýnatöku ef það finnur fyrir einhverjum einkennum. Þá gildir áfram að þeir sem eru með öndunarfæraeinkenni eiga að vera í sambandi við heilsugæslu í gegnum síma, alls ekki mæta á heilsugæslustöðvar ef minnsti grunur leikur á kórónuveirusmiti.

Gerum þetta saman.