30 Júlí 2021 13:05

Framundan er stór ferðahelgi og ljóst að margir eru á leið í útilegu eða á önnur mannamót. Nú sem áður þarf að gæta ítrustu varúðar og við þurfum öll að leggjast á eitt til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víða um land hafa greinst smit og er stór hluti þeirra utan sóttkvíar sem þýðir að þó nokkuð er um smit í samfélaginu. Því er hætta á frekari dreifingu smita og þá fjölgun þeirra.

Það er því full ástæða til að brýna fyrir íbúum Austurlands að sinna vel persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef einkenna verður vart.

Njótum helgarinnar og förum varlega.