3 Ágúst 2021 14:46

Mikill vöxtur er í kórónuveirufaraldrinum innanlands og umtalsverður fjöldi smita greinist á hverjum degi. Ljóst er að Austurland er þar ekki undanskilið og eftir síðustu helgi bættust við fleiri smit hér í fjórðungnum. Smitrakning stendur nú yfir í tengslum við nýjustu smitin og er viðbúið að það fjölgi bæði í sóttkví og einangrun.

Það er eins og áður ákveðin hætta á samfélagssmiti og viljum við gera allt til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Aðgerðastjórn vill því biðla til fólks að gæta ítrustu varúðar, huga vel að persónubundnum sóttvörnum og vera vakandi fyrir einkennum, jafnvel þó við séum bólusett. Pössum vel upp á viðkvæma hópa, hjúkrunarheimilin okkar og heilbrigðisþjónustuna.

Nú þurfum við öll að standa saman.

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar