31 Ágúst 2021 16:00

Fimm virk COVID smit eru á Austurlandi. Nokkrir ljúka sinni einangrun á næstu dögum svo þá er von um að talan lækki enn frekar. Staðan telst því ágæt í fjórðungnum eins og sakir standa.

Aðgerðastjórn hvetur engu að síður verslanir og aðra er taka á móti gestum að hafa sprittbrúsa tiltæka sem fyrr og gesti til að nýta sér þá þjónustu. Mikilvægt er að gæta enn að persónubundnum smitvörnum eins og fjarlægðarmörkum og grímunotkun og gefa þar hvergi eftir. Þá áréttar aðgerðastjórn til þeirra sem finna til minnstu einkenna að fara þá varlega í samskiptum og strax í einkennasýnatöku gegnum heilsuveru. Ekki er mælt með hraðprófum í slíkum tilvikum.

Gefum ekki eftir, gætum að okkur og tryggjum þannig áframhaldandi gott COVID ástand í fjórðungnum.