20 September 2021 16:18

Niðurstaða úr sýnatöku á Reyðarfirði og Egilsstöðum í gær liggur nú fyrir. Alls voru tekin um 50 sýni og reyndust öll neikvæð. Á morgun er gert ráð fyrir að flestir þeirra sem verið hafa í sóttkví á Reyðarfirði fari í síðari sýnatöku og í kjölfar hennar, á miðvikudag, ætti staðan að skýrast nokkuð.

Alls eru nú um 250  í sóttkví á Austurlandi. Viðbúið er að einhverjir þeirra muni  greinast smitaðir við síðari sýnatöku. Minnt er á að inn á www.covid.is má nálgast allar upplýsingar um þær reglur sem gilda um þá sem eru í sóttkví eða einangrun.

Vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk. er nú unnið að útfærslu á að þeir sem eru í sóttkví og einangrun geti kosið. Nánari upplýsingar um það verða auglýstar á vefsíðu sýslumannsembættsins á Austurlandi, heimasíðu sveitarfélaga og í staðarmiðlum