27 September 2021 13:57

Nú um helgina lauk töluverður fjöldi fólks á Reyðarfirði sinni einangrun vegna COVID smits. Tölur um fjölda smita í fjórðungnum hafa því lækkað töluvert. Á Austurlandi eru 16 einstaklingar í einangrun og 30 í sóttkví. Viðbúið er að einhver hluti þeirra sem eru í sóttkví  eigi eftir að greinast en vonir standa til að náðst hafi að koma í veg fyrir frekara smit utan sóttkvíar.

Aðgerðastjórn vill þó hvetja fólk til að fara áfram varlega, huga að persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef einkenna verður vart.