16 Október 2021 09:45

Í gær greindist eitt nýtt smit á Austurlandi, viðkomandi var ekki í sóttkví við greiningu. Smitrakning fór strax af stað og voru nokkrir settir í sóttkví en aðrir sem töldust minna útsettir fóru í smitgát. Um 15 manns fóru í sýnatöku í gær í tengslum við smitrakningun og öll þau sýni voru neikvæð.

Auka opnun verður í sýnatöku á Reyðarfirði í dag milli 12-13 og vill aðgerðastjórn hvetja alla þá sem finna fyrir minnstu einkennum að koma í þá sýnatöku. Nú skiptir máli sem fyrr að huga að persónubundnum sóttvörnum og standa saman í að takmarka útbreiðslu veirunnar.