19 Október 2021 14:24

Á föstudaginn greindist eitt smit utan sóttkvíar á Austurlandi. Ekki hafa greinst fleiri jákvæð sýni síðan þá og í dag fer töluverður fjöldi fólks úr smitgát þessu tengt og sóttkví í seinni sýnatöku. Vonir standa til að öll þau sýni séu neikvæð og þannig hafi tekist að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Daglega greinast þó fjölmörg smit á landsvísu. Áfram þarf því að sinna vel persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef við finnum fyrir einkennum. Töluvert er af kvefi og öðrum umgangspestum og því mikilvægt að huga að því að slík einkenni gætu verið COVID-19. Fljótlegt er að bóka sýnatöku á heilsuvera.is og niðurstöður úr sýnatöku eru langoftast að koma samdægurs.

Gætum hvert að öðru og gerum þetta saman.