12 Nóvember 2021 13:11

Engin ný smit greindust á Austurlandi eftir sýnatöku gærdagsins. Vonir standa til að náðst hafi að hefta útbreiðslu út frá þeim smitum sem greinst hafa á Vopnafirði, Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði.

Áfram þurfum við þó að gæta varúðar og hafa lágan þröskuld fyrir því að fara í PCR sýnatöku ef einkenna verður vart.

Hertar samkomutakmarkanir voru kynntar í morgun og taka gildi á miðnætti, aðgerðastjón hvetur til þess að fólk kynni sér hertar reglur.

Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn fyrir að við gerum þetta saman.

https://www.covid.is/undirflokkar/ad-fordast-smit