15 Nóvember 2021 19:26

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Margir íbúa fóru hinsvegar í sýnatöku í dag og ætti niðurstaða að liggja fyrir á morgun. Skólahald fyrsta til sjötta bekkjar grunnskólans liggur niðri líkt og fram kom í tilkynningu aðgerðastjórnar í gær og mun svo vera á morgun einnig meðan niðurstöðu frá í dag er beðið. Leikskólinn verður og lokaður á morgun.

Þá greindist smit á Egilsstöðum í dag. Ekki er talið að það hafi dreift sér. Smitrakning stendur yfir.

Aðgerðastjórn beinir því til íbúa að gæta að sér í hvívetna enda smit enn að greinast í umdæminu og brýnt að fara varlega sem fyrr.