27 Nóvember 2021 13:28

Í gærkvöldi greindust 4 smit á Egilsstöðum, tvö af þeim smitum voru einstaklingar sem voru í sóttkví við greiningu. Smitrakning stendur yfir og vonast er til að betri mynd verði komin á stöðuna í lok dags. Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Opið verður í sýnatöku á Egilsstöðum á morgun, sunnudag, frá kl. 11:30-13:30 og eru íbúar hvattir til þess að nýta sé hana ef þeir hafa einhver einkenni eða tengsl við smitaðan einstakling