29 Nóvember 2021 14:52

Sextíu fóru í sýnatöku í gær á Egilsstöðum vegna smita er greindust þar nýlega. Af þessum sextíu reyndist einn smitaður. Sá var í sóttkví við greiningu.

Miðað við þessa niðurstöðu standa vonir til að smit hafi ekki náð að dreifa sér. Íbúar eru hinsvegar hvattir sem fyrr til að fara í sýnatöku finni þeir til minnstu einkenna. Hægt er að skrá sig á heilsuvera.is.