6 Desember 2021 22:16

Upp hefur komið COVID-19 smit hjá starfsmanni í Eskifjarðarskóla. Skólayfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn hafa því ákveðið að fella skólahald í Eskifjarðarskóla niður á morgun.

Eru allir starfsmenn skólans og nemendur hvattir til að fara í PCR sýnatöku á morgun, þriðjudaginn 7. desember, á Heilsugæslustöðina á Reyðarfirði milli klukkan 12:00 og 13:00. Þeir eru og beðnir um að halda sig til hlés fram til þess að niðurstaða sýnatöku verður ljós, sem ætti að vera annað kvöld.

Aðgerðastjórn fylgist með gangi mála og sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.