8 Desember 2021 11:31

Fjórtán smit greindust á Austurlandi eftir sýnatökur í gær. Þau tengjast meðal annars inn í grunnskólann á Eskifirði og leikskólann Lyngholti á Reyðarfirði. Af þessum sökum verða báðir skólar áfram lokaðir í dag.

Enn er verið að vinna úr gögnum eftir sýnatöku gærdagsins og frekari tíðinda að vænta síðar í dag, m.a. er varðar skólahald næstu daga.