18 Desember 2021 19:02

Vegna mistaka voru sýni sem tekin voru á Reyðarfirði í gær, föstudaginn 17. des., ekki send samdægurs í flug. Um leið og það uppgötvaðist var farið í að tryggja að sýnin kæmust sem fyrst suður og í vinnslu. Veirufræðideildin nær ekki að greina sýni samdægurs sem berast eftir kl. 18. Umrædd sýni bíða því vinnslu til morguns og niðurstöður ættu að liggja fyrir eigi síðar en annað kvöld

Við gerum okkur grein fyrir að dráttur á niðurstöðu er íþyngjandi fyrir þá sem hennar bíða. Þeir eru beðnir innilega velvirðingar.

Aðgerðastjórn þakkar þá miklu samfélagslegu ábyrgð sem íbúar hafa sýnt allan faraldurinn og við höldum því áfram sem hingað til.