28 Desember 2021 15:59

Sterkur grunur er um Covid-19 smit sem tengist inn á hjúkrunarheimilið Sundabúð. Í morgun voru tekin sýni af öllum íbúum og starfsfólki í Sundabúð, í heildina voru þetta 45 sýni. Niðurstöður úr þeirri sýnatöku eru væntanlegar í kvöld og snúa fyrstu viðbrögð núna að því að kortleggja útbreiðslu mögulegs smits og skipuleggja viðbrögð.

Í dag milli 17-18 verður opið í sýnatöku á Vopnafirði og eru allir þeir sem hafa einhver einkenni hvattir til að mæta í sýnatöku. Einnig hvetjum við einkennalausa til að mæta ef einhver grunur er um að hafa verið í návígi eða samskiptum við einstakling sem grunaður er um Covid-19 smit. Vonast er til að góð mæting verði í sýnatökuna en þannig fáum við betri mynd af útbreiðslu smita og hægt að bregðast við með viðeigandi hætti.

Aðgerðastjórn sendir út frekari tilkynningu þegar niðurstöður úr sýnatöku morgunsins liggja fyrir, annaðhvort seint í kvöld eða í fyrramálið. Sýni sem eru tekin á Vopnafirði í kvöld komast ekki suður með flugi fyrr en í fyrramálið svo niðurstöður liggja ekki fyrir úr þeirri sýnatöku fyrr en í fyrsta lagið annað kvöld.

Hægrt er að nálgast allar upplýsingar vef www.covid.is þar sem tölulegar upplýsingar er að finna sem og almennar leiðbeiningar sem og um skráningar í sýnatökur.