29 Desember 2021 21:31

Á Egilsstöðum og Reyðarfirði voru tekin 55 einkennasýni í dag og er svara að vænta seint í kvöld eða á morgun. Úr sýnum gærdagsins reyndust 7 jákvæð og því um smit að ræða. Smitin eru drefið og þessir sjö eru búsettir á Egilsstöðum, Neskaupstað og Reyðarfirði og af þeim voru 3 í sóttkví við greiningu.

Á Vopnafirði voru í dag tekin 186 sýni í kjölfar hópsmits á hjúkrunarheimilinu Sundabúð í gær og af þeim 186 reyndust 7 með Covid. Endurtekin sýnataka á starfsmönnum og íbúum Sundabúðar fer fram á morgun. Því hafa greinst 12 Covidsmit á Vopnafirði í gær og dag og verða leikskóli, sundlaug og íþróttahús áfram lokuð til og með 02.01. nk. Staðan verður endurmetin þá og frekari tilkynning send út.

Staðan á landsvísu er slæm og hún hefur áður ekki verið jafnslæm á Austurlandi í faraldrinum. Nú eru 2 íbúar hjúkrunarheimilis og 4 starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni okkar með Covid, auk nokkurra heilbrigðisstarfsmanna sem eru í sóttkví.

Árangri okkar í faraldrinum höfum við hingað til náð með því að hver og einn vandi til persónulegra sóttvarna, virði gildandi sóttvarnareglur og takmarkanir og fari í sýnatöku ef einkenna verður vart. Aðgerðastjórn óskar eftir áframhaldandi samvinnu við íbúa um þetta stóra verkefni hér eftir sem hingað til.