7 Janúar 2022 13:20

Á Austurlandi eru nú 94 í einangrun og 113 í sóttkví. Smit eru mjög dreifð um fjórðunginn eins og áður hefur komið fram. Á morgun, laugardaginn 8. janúar, verður sýnataka á Djúpavogi kl. 9-10 og eru íbúar og aðrir í nærsveitum hvattir til þess að nýta sér hana hafi þeir einhver einkenni eða grun um útsetningu fyrir smiti. Á sunnudag, 9. janúar, verður opið í sýnatöku á Egilsstöðum kl. 12-13:30 og á Vopnafirði kl. 13-13:30.

Höldum áfram að gera þetta saman.