11 Janúar 2022 17:01

Á Austurlandi eru nú 103 í einangrun og 160 í sóttkví. Dreifing smita er víðtæk og um allt Austurland. Talsverður fjöldi smita hefur greinst í Eskifjarðarskóla síðustu daga og í mörgum bekkjum skólans.  Vegna þessa hefur verið ákveðið að Eskifjarðarskóli verði lokaður á morgun, miðvikudaginn 12.1. 2022.

Starfsmenn og nemendur í skólanum eru hvattir til að mæta í sýnatöku á Heilsugæsluna á Reyðarfirði á morgun milli kl. 9 – 11.00. Stefnt er að því að kennsla hefjist að nýju í skólanum kl. 10:00 á fimmtudagsmorgun þegar niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Nánari tilkynningar verða sendar fyrir þann tíma.

Smit hafa einnig greinst í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Dreifing innan skólans virðist afmörkuð og því ekki talin þörf á að skerða skólastarf að svo komnu. Aðgerðastjórn hvetur sem fyrr alla sem finna til einkenna eða telja sig hafa verið útsetta fyrir smiti að fara í PCR sýnatöku.