25 Janúar 2022 18:47

Alls eru nú 75 í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits og 130 í sóttkví.

Smitum hefur fækkað síðustu daga sem og þeim fækkað sem eru í sóttkví. Flest eru smitin í Neskaupstað, á Reyðarfirði og Eskifirði. Fá smit eru á Egilsstöðum og svo virðist sem náðst hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu á Vopnafirði eftir fjölda smita þar nýverið og á Djúpavogi, en fá eða engin smit eru nú skráð á þessum stöðum.

Þrátt fyrir batnandi stöðu og rýmkun reglna á landinu er staðan enn viðkvæm hér og þá sér í lagi innan heilbrigðiskerfisins. Við erum enn í brekku á leið upp. Höldum því okkar striki í sóttvörnum og tryggjum þannig að heilbrigðiskerfi umdæmisins megi starfa órofið, hvort heldur til að sinna COVID smituðum eða annarri heilbrigðisþjónustu sem er okkur svo mikilvæg.

Aðgerðastjórn mun halda íbúum upplýstum um ástandið sem fyrr en hvetur til þess enn sem komið er að við gefum hvergi eftir heldur bröltum þetta áfram og náum þannig brekkubrún fyrr en ella.

Áfram við.