15 Febrúar 2022 17:00

Í dag eru 140 einstaklingar skráðir í einangrun á Austurlandi. Milli þrjátíu og fjörutíu greindust á hverjum degi síðastliðna viku, þar af þrjátíu og fimm síðasta sólarhring. Útbreiðsla smita er samkvæmt þessu talsverð í umdæminu og leggst nokkuð jafnt á byggðarkjarna á Austurlandi.

Nú þegar verið er að aflétta takmörkunum þá er að gefnu tilefni áréttað við einstaklinga og fyrirtæki að þeir sem eru veikir, það er með einkenni, haldi sig heima við, fari í sýnatöku og bíði niðurstöðu þar til frekari ákvarðanir eru teknar. Ekki fara í vinnu, skóla eða slíkt með COVID lík einkenni. Sá þáttur sóttvarnareglna er óbreyttur.

Við virðumst á lokametrunum en ekki komin í mark. Förum varlega þangað til.