22 Febrúar 2022 18:25

Af 310 er fóru í einkennasýnatöku í gær vegna COVID-19 reyndust 162 smitaðir eða rétt ríflega 50%. Þetta er svipað hlutfall og greindist í gær eftir sýnatöku á sunnudag.

Í fjórðungnum eru nú 429 í einangrun eða rétt um 4% íbúa. Þar af eru 122 grunnskólabörn og 34 börn á leikskólaaldri eða yngri.

Smitaðir á svæðinu hafa aldrei verið fleiri og ljóst að nokkur vandi steðjar að stofnunum og fyrirtækjum vegna mönnunar, þar á meðal hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands þar sem staðan hefur ekki í annan tíma verið erfiðari. Því er enn á ný hvatt til þess að við förum gætilega um gleðinnar dyr þrátt fyrir tilslakanir á sóttvarnareglum, hvort heldur þegar til komnar eða fyrirhugaðar.

Höldum áfram að gæta að okkur meðan enn eru skaflar þarna úti.