23 Febrúar 2022 17:19

Eftir ríkisstjórnarfund í dag bárust þau tíðindi að öllum sóttvarnartakmörkunum verði aflétt aðfaranótt föstudags, innanlands og á landamærum.

Í kjölfarið munu breytingar gerðar hjá HSA á fyrirkomulagi sýnatöku vegna COVID-19. Fyrkomulagið verður þannig:

  • Einungis hraðgreiningarpróf verða í boði fyrir almenning.
  • Tíma í hraðgreiningarpróf skal panta í gegnum heilsuvera.is
  • Jákvætt hraðgreiningarpróf nægir sem greining á Covid-19.
  • Jákvæð greining í heimaprófi skal staðfest í hraðgreiningarprófi hjá heilsugæslu eða einkafyrirtækjum (sem skrá í sjúkrasöguna).
  • PCR próf verða ekki lengur í boði fyrir almenning.
  • Ekki verður lengur krafa um staðfestingu smits með PCR prófi.
  • PCR próf verður eingöngu gerð að ábendingu læknis vegna alvarlegra einkenna Covid-19.
  • PCR próf verða gerð fyrir þá sem þurfa þau vegna ferða erlendis og þá gegn gjaldi.
  • Einangrun smitaðra er ekki skylda, en tilmæli er um 5 daga einangrun frá sóttvarnayfirvöldum.
  • Einkennalítið smitað fólk getur mætt til vinnu en fari eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga.

Frekari upplýsingar má finna á vef HSA,Breytingar á rannsóknum til greiningar á COVID-19 (hsa.is)

Aðgerðastjórn óskar íbúum til hamingju með þessi tíðindi en áréttar sem fyrr mikilvægi þess að við förum varlega meðan staðan í umdæminu er viðkvæm og smit mörg. Minnt skal í því sambandi á að grímuna er enn gott að eiga og nota þegar við umgöngumst viðkvæma hópa og einstaklinga.