5 Apríl 2022 19:04

Á síðastliðnum tveimur vikum hafa tæplega 600 hraðpróf verið tekin vegna COVID og um 400 þeirra verið jákvæð. Aðsókn í sýnatöku hefur smátt og smátt farið minnkandi og færri hraðpróf tekin. Opnunartími fyrir sýnatökur hefur af þessum sökum verið verið styttur. Hægt er að sjá auglýstan opnunartíma fram að páskum á heimasíðu HSA.

Í ljósi þróunarinnar mun aðgerðastjórn nú fækka fundum og lengri tími því líða milli fréttatilkynninga hér eftir. Þó verður áfram fylgst grannt með stöðu mála og tilkynningar gefnar út ef þurfa þykir.