19 Maí 2020 16:40

Enginn hefur greinst smitaður á Austurlandi frá 9. apríl og því enginn í einangrun.

Örlítið hefur slaknað á ráðstöfunum sóttvarnalæknis síðustu daga og vikur. Okkur er nú frjálst að fara í sund og jafnvel leikfimi auk þess sem ferðamenn kunna að sjást á vappi hér um fjórðunginn. 

Um breytingu er að ræða sem við í sameiningu höfum unnið fyrir.

Svo halda megi í þann árangur þurfum við að gæta að því að gleyma okkur ekki í gleðinni heldur horfa nú inn á við og sýna ábyrgð hvert og eitt. Það er mikilvægt sem aldrei fyrr að við höldum í þær persónulegu sóttvarnir sem enn eru við lýði, svo sem tveggja metra regluna, handþvott og spritt. Höldum keik inn í sumarið en gerum það með varkárni þess sem veit hvað hann hefur og er ákveðinn í að glutra því ekki niður.